40. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 12. febrúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 35., 36., 37., 38. og 39. fundar var samþykkt.

2) 355. mál - Barna- og fjölskyldustofa Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur, Tryggva Þórhallsson og Maríu Kristjánsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Friðrik Sigurðsson frá Landsamtökunum Þroskahjálp, Sigurveigu Þórhallsdóttur og Guðrúnu Lindu Jóhannsdóttur frá Umboðsmanni barna og Heiðu Björgu Pálmadóttur, Guðrúnu Sigurjónsdóttur og Ingva Snæ Einarsson frá Barnaverndarstofu.

3) 356. mál - Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur, Tryggva Þórhallsson og Maríu Kristjánsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Friðrik Sigurðsson frá Landsamtökunum Þroskahjálp, Sigurveigu Þórhallsdóttur og Guðrúnu Lindu Jóhannsdóttur frá Umboðsmanni barna og Heiðu Björgu Pálmadóttur, Guðrúnu Sigurjónsdóttur og Ingva Snæ Einarsson frá Barnaverndarstofu.

4) 354. mál - samþætting þjónustu í þágu farsældar barna Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Friðrik Sigurðsson frá Landsamtökunum Þroskahjálp, Sigurveigu Þórhallsdóttur og Guðrúnu Lindu Jóhannsdóttur frá Umboðsmanni barna og Heiðu Björgu Pálmadóttur, Guðrúnu Sigurjónsdóttur og Ingva Snæ Einarsson frá Barnaverndarstofu.

5) 36. mál - aðgerðir vegna rakaskemmda í fasteignum Kl. 10:30
Nefndin ákvað að afgreiða málið til seinni umræðu. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit, þar af Vilhjálmur Árnason með fyrirvara.

6) Samningar íslenska ríkisins og lyfjaframleiðenda bóluefna við Covid-19 Kl. 11:00
Nefndin ákvað að taka við samningum íslenska ríkisins og lyfjaframleiðenda bóluefna við Covid-19 í trúnaði.

Í ljósi þess að um samningana gildir sá trúnaður sem áskilinn er í 2. mgr. 51. gr. laga um þingsköp Alþingis ákvað nefndin að gögnin skyldu geymd í skjalageymslu á nefndasviði Alþingis, þar sem nefndarmönnum yrði gert kleift að kynna sér þau óski þeir eftir því.

7) 236. mál - afnám vasapeningafyrirkomulags Kl. 11:25
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 4. mars og að Guðmundir Ingi Kristinsson yrði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30